Ferill 1007. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1472  —  1007. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um aðkeypta þjónustu hjá Samkeppniseftirlitinu.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hvaða einstaklingum eða lögaðilum hafa verið falin verkefni af hálfu Samkeppniseftirlitsins sem kunnáttumönnum eða eftirlitsmönnum til að fylgja eftir skilyrðum í samrunamálum og sáttum, sbr. svar ráðherra á þskj. 878 á yfirstandandi löggjafarþingi? Óskað er upplýsinga um nöfn aðila, tímabil og greiðslur til hvers aðila árin 2012–2023.
     2.      Hefur Samkeppniseftirlitið keypt þjónustu þegar mál eru á rannsóknarstigi? Óskað er upplýsinga um fjölda tilvika, nöfn aðila, hvers konar þjónusta var keypt og greiðslur til hvers aðila árin 2012–2023.


Skriflegt svar óskast.